
Til hvers að nota EGF & hýalúrónsýru?
EGF er afar öflugt prótín í húð okkar. Það dregur ekki aðeins úr hrukkum og fínum línum heldur er það einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda rakajafnvægi húðarinnar með því að hvetja til framleiðslu á náttúrulegri hýalúrónsýru í húðinni. Þannig má hámarka raka húðarinnar með því að nota þessi tvö frábæru innihaldsefni saman.
Helstu eiginleikar:
- Djúpur og langvarandi raki sem endist í 12 tíma*
- Eykur rakastig húðarinnar um allt að 35% eftir aðeins 2 skipti*
- Olíulaus og létt formúla sem gengur hratt inn í húðina
- Andoxunarefni sem veita vörn gegn skaðlegum umhverfisáhrifum
- Gerir húðina mjúka, ljómandi og áferðarfallega
- Hægt að nota eitt sér eða yfir uppáhalds BIOEFFECT serum
- Aðeins 16 innihaldsefni
- Hentar öllum húðgerðum
- Án ilmefna, alkóhóls, olíu og parabena
*Vísindaleg innanhússrannsókn þar sem þátttakendur báru BIOEFFECT Hydrating Cream á hálft andlitið.
Lykilinnihaldsefni :
Hýalúrónsýra – Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húð okkar og megintilgangur þess er að bindast vatni. Gegnir mikilvægu hlutverki í að halda húðinni heilbrigðri og frábær rakagjafi fyrir allar húðgerðir.
E-vítamín er eitt öflugasta andoxunarefni húðarinnar. Það er fyrirfinnst náttúrlega í húðinni en magn þess getur minnkað með tíð og tíma. Nauðsynlegt vopn í baráttunni við sindurefni auk þess að bæta húðáferð og litarhaft.
EGF (Epidermal Growth Factor) úr byggi – Fyrsta prótín sinnar tegundar sem framleitt er í byggi. Vísindamenn BIOEFFECT þróuðu þetta einstaka innihaldsefni til að koma til móts við það tap sem verður á EGF í húðinni þegar við eldumst. EGF úr byggi styður við náttúrulega framleiðslu húðarinnar á kollageni og er því nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigðu og unglegu yfirbragði hennar.
Innihaldslisti: WATER (AQUA), CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, BUTYLENE GLYCOL, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, CETYL ALCOHOL, DL-ALPHA TOCOPHEROL, PHENOXYETHANOL, SODIUM HYALURONATE, ETHYLHEXYLGLYCERIN, CARBOMER, SORBITAN OLEATE, POTASSIUM SORBATE, POTASSIUM HYDROXIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDERUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)