
Einstök meðferð sem gefur húðinni fyllingu, raka og aukinn ljóma.
ChitoCare Beauty Serum maskinn er þróaður með lífvirka efninu kítósani sem er framleitt á Siglufirði og inniheldur byltingarkennda formúlu sem stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar. Serum maskinn inniheldur einnig hyaluronic sýrur sem binda raka í húðinni, ýta undir upptöku kollagens og hægja á öldrun.
ChitoCare Beauty Serum maskinn inniheldur mikið magn af serum sem nýtist bæði á andlit og líkama.
Klínisk rannsókn sýnir fram á verulega aukinn raka í húðinni*, auk þess sem fínar línur verða minna áberandi og yfirborð húðarinnar sléttara og jafnara.
* (raki jókst um 57% eftir 30 mín og 44% eftir 8 klst)
ChitoCare Beauty Serum maskinn inniheldur mikið magn af serum sem nýtist bæði á andlit og líkama.
Gott ráð: Upplagt er að setja á sig Serum maskann í baði og láta hann síðan leysast upp í baðvatninu eftir notkun til að ekkert fari til spillis. Þannig myndar serumið fullkomna rakafilmu fyrir líkamann og hjúpar hann mýkt.