Lyfjaskömmtun

Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri. Kosturinn við að vera í lyfjaskömmtun er að auðvelt er að sjá hvort lyfin hafa verið tekin samkvæmt fyrirmælum eða hvort gleymst hefur að taka skammt. 

Þeir sem vilja koma í lyfjaskömmtun geta beðið lækninn sinn um að senda skammtalyfseðla til okkar og hringja svo í síma 467-2222 eða senda tölvupóst á siglufjardarapotek@simnet.is til að ákveða byrjunardag og ákveða fyrirkomulag afhendingar.