Skilmálar
Almennt
Þessir skilmálar gilda um kaup á vöru og þjónustu Siglufjarðar Apótek ehf. (6302952899) á vefsvæðinu www.sigloapotek.is. Skilmálarnir eru samþykktir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum okkar viðskiptavinum örugg viðskipti á netinu.
Seljandi er Siglufjarðar Apótek. Kaupandi er sá sem skráður er kaupandi á reikning. Kaupandi þarf að vera orðinn 16 ára.
Pantanir
Siglufjarðar Apótek áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Pantanir eru afhendar í Siglufjarðar Apóteki, á Hornbrekku Ólafsfirði eða dreift með Íslandspósti. Þeim pöntunum sem dreift er af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Siglufjarðar Apótek ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í þeim flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Siglufjarðar Apóteki til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Afhendingartími
Sótt í Siglufjarðar Apótek: Pantanir sem sækja á í apótekið má að jafnaði sækja klukkutíma síðar. Haft verður samband með tölvupósti eða símleiðis ef einhver vandamál koma upp.
Sótt í lyfjaútibúið á Hornbrekku, Ólafsfirði: Pantanir sem berast fyrir kl. 12 er hægt að sækja á Hornbrekku eftir kl. 14 sama dag. Haft verður samband með tölvupósti eða símleiðis ef einhver vandamál koma upp. Þar sem Hornbrekka lokar kl 12 á föstudögum sendum við ekki lyf þann dag.
Sendingar með Póstinum: Afhending sendinga með Póstinum eru að jafnaði 2-3 dagar. Pantanir sem berast fyrir kl. 12 eru sendar samdægurs annars næsta dag. Haft verður samband með tölvupósti eða símleiðis ef einhver vandamál koma upp. Staðfesting á pöntun mun berast með tölvupósti þegar pöntunin hefur verið afgreidd.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður leggst ofan á vörur sem sendar eru með Póstinum áður en gengið er frá greiðslu og ræðst gjaldið af eðli og umfangi viðskipta.
Pakki heim: 1.290 kr.
Pakki á pósthús eða í Póstbox: 890 kr.
Ef verslað er fyrir meira en 15.000.- kr. eða ef þrír lyfseðlar eru pantaðir fellur sendingargjald niður.
Ef vörur eru pantaðar í vefverslun með sendingarkostnaði og lyf pöntuð að auki þá verður tekið tillit til þess þegar verð á lyfjasendingu er reiknað. Vinsamlegast látið okkur vita í athugasemd til öryggis ef þið hafið verslað í vefverslun á sama tima og lyf eru pöntuð.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Hægt er að skila vörum í verslun Siglufjarðar Apóteks ef varan er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með. Ef um gallaðs vöru er að ræða skal hafa samband við Siglufjarðar Apótek varðandi skil. Almennur skilafrestur á vörum eru 30 dagar. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ef vara reynist gölluð greiðir Siglufjarðar Apótek fyrir endursendingu vörunnar. Lyfjum er ekki hægt að skila né fá endurgreidd nema um mistök í afgreiðslu sé að ræða.
Verð
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti ýmist 11% eða 24% og birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Siglufjarðar Apótek sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.
Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum uppá að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Siglufjarðar Apótek endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Persónuvernd
Seljandi fer með allar upplýsingar sem algört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði greiðsluþjónustu Rapyd.
Greiðslumöguleikar
Netverslun:
Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu greiðslukortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Rapyd. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send. Einnig er hægt að greiða með bankamillifærslu.
Lyfjapantanir:
Lyfjapantanir sem senda á með pósti greiðast með bankamillifærslu eða símgreiðslu.
Varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi upp ágreiningur um þá skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Fyrirtækjaupplýsingar
Siglufjarðar ApótekKt. 6302952899
VSK nr. 51442
Aðalgötu 34
580 Siglufjörður
Sími: 467 2222
siglufjardarapotek@simnet.is