Panta lyf

Nú er hægt að panta lyfin þín rafrænt í gegnum sigloapotek.is. Hægt er að velja um að sækja þau í apótekið, í útibúið á Hornbrekku eða fá þau send í pósti. 

Ef valið er að fá lyf send í pósti bætast póstsendingargjöld á viðtakanda:

Pakki heim: 1.290 kr.
Pakki á pósthús eða í Póstbox: 890 kr.
Ef verslað er fyrir meira en 15.000.- kr. eða ef þrír lyfseðlar eru pantaðir fellur sendingargjald niður.

Greiðsla fyrir lyfjasendingar fer fram með bankamillifærslu eða símgreiðslu. 

Upplýsingar


Lyf

Hér er hægt að sjá hvaða lyf eru í gáttinni.
Afhendingarmáti
Siglufjarðar Apótek er viðurkennd netverslun með lyf á Íslandi.

Gagnlegar upplýsingar um sendingu lyfja:
Sótt á Hornbrekku,Ólafsfirði: Pantanir sem berast fyrir kl. 13 er hægt að sækja á Hornbrekku eftir kl. 14 sama dag.
Sendingar með Póstinum: Afhending sendinga með Póstinum eru að jafnaði 2-3 dagar. Pantanir sem berast fyrir kl. 12 eru sendar samdægurs annars næsta dag.
Lyf sem þarf að senda með póstinum fara í ábyrgðarpóst og má einungis afhenda þeim sem þau eru stíluð á.
Ekki má póstsenda eftirritunarskyld lyf sem eru þau lyf sem geta haft í för með sér sérstaka hættu á misnotkun. Einnig munu lyf sem þarf að geyma í kæli ekki verða póstsend.