Um okkur
Siglufjarðar Apótek var stofnað árið 1928 og er elsta starfandi apótek landsins í einkaeigu.
Okkar markmið er að veita persónulega og góða þjónustu á góðu verði. Upplýsingar og ráðgjöf um lyf og lyfjanotkun eru veittar af fagfólki með áratuga reynslu en í fyrirtækinu starfa tveir lyfjafræðingar og tveir lyfjatæknar.