Hátíðlegt gjafasett sem inniheldur nýju Anti-Aging línuna frá ChitoCare beauty, Eye Cream í fullri stærð og lúxus prufur af Day og Night Cream.
ChitoCare beauty Anti-Aging Eye Cream 20ml
Anti-Aging Eye Cream er 99% náttúrulegt að uppruna. Kremið er auðugt af náttúrulegum og virkum innihaldsefnum sem auka raka, stinnleika og teygjanleika húðarinnar. Kremið er frískandi og dregur úr sýnileika bauga, þrota og hrukka.
ChitoCare beauty Anti-Aging Day Cream 5ml
Anti-Aging Day Cream með SPF20 er 91% náttúrulegt að uppruna. Kremið er auðugt af náttúrulegum og virkum innihaldsefnum fyrir sýnilega sléttari, stinnari og teygjanlegri húð. Það eykur raka og mýkt, stuðlar að bættri áferð og minni sýnileika fínna lína og hrukka.
ChitoCare beauty Anti-Aging Night Cream 5ml
Anti-Aging Night Cream er 99% náttúrulegt. Kremið er auðugt af náttúrulegum og virkum innihaldsefnum sem róa, næra og styrkja, endurnýja rakavörn húðarinnar og draga úr sýnileika fínna lína og hrukka.
ChitoCare beauty Anti-Aging Repair Serum 2ml
Anti-Aging Repair Serum er öflugur rakagjafi sem stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar. Klínískar prófanir sýna að það dregur úr fínum línum og djúpum hrukkum. Serumið inniheldur lífvirkt sjávarkítósan og hýalúronsýru sem saman endurnæra húðina svo hún öðlast ljóma og unglegri áferð.