Karbamíðkrem 5% er feitt rakabindandi krem sem hentar fyrir venjulega og þurra húð. Kremið er ekki ætlað á hendur eða í andlit nema fyrir mjög þurra húð. Efnið karbamíð sem er í kreminu bindur raka í húðinni og fituefni gefa húðinni raka og mýkt. Best er að bera kremið á sig fyrir svefn.
Fyrir mjög þurra húð bendum við á Karbamíðkrem 10%.
Innihald (INCI): Aqua, paraffinum liquidum, eucerinum, urea, carbomerum, phenoxyethanol, potassium sorbate og sodium hydroxide.
Innihald: Vatn, paraffínolía, eucerinum, karbamíð, carbomerum, rotvörn og natríum hydroxíð.