Better You DLux 4000iu munnúði

Better You DLux 4000iu munnúði

Venjulegt verð
2.290 kr
Söluverð
2.290 kr
Venjulegt verð
0 kr
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

D-vítamín gegnir lykilhlutverki í viðhaldi beina og tanna, stuðlar að upptöku kalks og fosfórs og er mikilvægt fyrir m.a. ónæmiskerfið og vöðvastarfsemi. Afleiðingar of lágrar neyslu á D-vítamíni til lengri tíma getur valdið beinþynningu og beinkröm.

Rannsóknir gefa til kynna að D-vítamín gegni mun víðtækara hlutverki en talið var og að það sé í raun grundvallarefni til að viðhalda heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma og því getur skortur haft mjög alvarlegar afleiðingar til lengri tíma. Þar sem D vítamínskortur er því miður afar algengur í vestrænum löndum er mikilvægt að taka það inn í bætiefnaformi.

DLUX 4000 er sterkasta D-vítamínið í Better You línunni og eru 4000 AE í hverjum úða.

Better You vítamínin eru í munnúðaformi og skila hámarksupptöku í gegnum slímhúð í munni sem gerir þau afar hentugt í notkun.

  • Hröð upptaka
  • Fyrir 13 ára og eldri
  • Óhætt að nota á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur
  • 3ja mánaða skammtur
  • Vegan
  • Sykurlaust
  • Ferskt piparmyntubragð
  • Umbúðir gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum