IronIron 10 10 er sykurlaus blanda sem notar tvær náttúrulegar uppsprettur járns, járn EDTA og járn ammóníumsítrat sem auðveldar upptökuna.
Iron 10 inniheldur 10 mg járns í 4 úðaskömmtum.
Hentar vegan og einnig á meðgöngu
Blóðskortur veldur því að rauðum blóðkornum, sem flytja súrefni um líkamann, fækkar og flutningsgeta þeirra minnkar. Við þetta tapa frumurnar orku sem veldur ýmsum líkamlegum kvillum. Til framleiðslu á rauðum blóðkornum þarf m.a. járn, B12 vítamín og fólínsýru. Ef skortur er á einhverju þessara efna, minnkar framleiðsla rauðra blóðkorna sem leiðir á endanum til blóðleysis
Járnskortur
Járnskortur er einn algengasti næringarefnaskortur í heiminum og snertir u.þ.b. 25% jarðarbúa. Það eru þó nokkur vel þekkt og algeng einkenni járnskorts sem gott er að vera vakandi yfir:
- Orkuleysi
- Svimi & slappleiki
- Hjartsláttartruflanir
- Föl húð
- Andþyngsli
- Minni mótstaða gegn veikindum
- Handa- og fótkuldi
Ýmsir sjúkdómar og kvillar geta svo einnig valdið blóðskorti þannig að það er ráðlegt að leita læknis þegar grunur leikur að við þjáumst af blóðleysi. Bæði til að finna orsökina og svo skiptir það líka máli að vera ekki með of mikið járn.
Af hverju verður járnskortur
Ástæða járnskorts er oftast vegna ónógs járns í fæðunni, blóðmissis, áveðinna sjúkdóma, aukinnar járnþörf (t.d. vegna meðgöngu) og vegna lélegs frásogs. Allir þurfa að huga að næringunni og passa að fá öll næringarefni úr matnum eins og fremst er kostur. Við lifum ekki í fullkomnum heimi og oft er erfitt að næra sig fullkomlega en það getur skapað vandræði í meltingunni sem veldur því að við frásogum ekki öll næringarefni nógu vel. Sumir eru svo hreinlega ekki nógu duglegir að borða járnríkan mat eins eins og rauðrófur, rautt kjöt, grænt grænmeti, baunir, hnetur, fræ ofl.
Upptaka járns úr fæðunni
Gott er að hafa í huga að til að frásoga járn úr fæðunni, hjálpar til að taka C-vítamín þar sem það eykur frásog. Að sama skapi skal forðast mjólkurvörur þar sem þær hindra eða draga verulega úr upptöku.
Munnspreyin er sérstaklega hönnuð þannig að þau frásogist beint inn í blóðrásina og fari framhjá meltignarveginum og tryggja þannig hámarks upptöku. Litlir dropar frásogast fljótt í munninum, en þetta er einföld og vísindalega sönnuð aðferð.