Frábært fjölvítamín á úðaformi fyrir börn frá 1 árs aldri
Fjölvítamín fyrir börning frá Better You er með hindberjabragði og inniheldur öll helstu vítamín og steinefni en skammtur af því á að tryggja að líkaminn fái öll þau næringarefni sem á þarf að halda og geta aukið heilbrigði og eflt ónæmiskerfið. Með munnúðanum fá börnin 14 nauðsynleg næringarefni beint inní blóðrásina en upptaka gegnum slímhúð í munni tryggir hámarksupptöku.
Fjölvítamínið er hannað sérstaklega með börn í huga sem fá ekki næga næringu úr öllum fæðuflokkum vegna matvendni, óþols, ofnæmis eða sjúkdóma sem og þeirra sem neyta einhvers magns af unninni matvöru en hún er afar snauð af nauðsynlegum næringarefnum.