Blephaclean blautpúðar við hvarmabólgu 20 stk.

Blephaclean blautpúðar við hvarmabólgu 20 stk.

Venjulegt verð
2.490 kr
Söluverð
2.490 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Hann er talinn vera ofnæmi fyrir bakteríum sem við erum öll með á hvörmunum. Ofnæmið veldur bólgu í hvörmum, með roða og þrota sem truflar oft starfsemi fitukirtla. 

Fiturkirtlarnir búa til fitubrák ofan á tárunum svo þau haldist og smyrji næganlega, annars gufa tárin hratt upp og renna niður kinnarnar. Því eru þurr augu oft fylgifiskur hvarmabólgu.

Hvarmabólga getur einnig valdið augnloksþrymlum eða vogris og þá geta lyf einnig stuðlað að hvarmabólgu t.d. sum krabbameinslyf og húðþrymlalyf en hvarmabólga er afar algeng í ýmsum húðsjúkdómum, s.s. flösuexemi og rósroða, enda eru hvarmarnir húðfellingin í kringum augun.

Helstu einkenni hvarmabólgu:

  • Sviði
  • Óskýr sjón
  • Aðskotahlutstilfinning, pirringur
  • Smákláði
  • Roði í hvörmum og augum
  • Óþægindi í augum eftir tölvuvinnu, lestur eða við áhorft á sjónvarp
  • Bjúgur á hvörmum

Oft er erfitt að greina á milli einkenna hvarmabólgu og þurra augna. Þurr augu og hvarmabólga koma oft fram saman og þarf því oft að meðhöndla hvort tveggja. Daglegt hreinlæti á augum er afar mikilvæg í bland við heita bakstra fyrir árangursríka meðferð á mismunandi augnvandamálum eins og hvarmabólgu, þurrum augum, slími vegna ofnæmis o.fl. Blephaclean og Blephagel eru klínískt viðurkenndar vörur sem virka vel og létta fólki lífið.