Einstaklega létt rakakrem fyrir venjulega til þurra húð. Sérstök formúla sem gefur viðkvæmri húð nauðsynlegan raka auk þess sem hún styrkir varnir húðarinnar og ysta lag hennar.
Þó kremið sé létt er það einstaklega raka- og næringarríkt. Kremið inniheldur þrjú nauðsynleg seramíð, hýalúrónsýru og níasínamíð sem saman eru nauðsynleg efni til að styrkja húðina og koma jafnvægi á rakastig hennar. Kremið er olíulaust. Formúlan inniheldur MVE tækni sem stuðlar að því að húðin fær jafna næringu allan daginn og stuðlar þannig að 24 tíma raka.