Fjölvítamín- og steinefnablanda í hlaupformi. Hlaupin eru formuð í skemmtilegar fígúrur sem börnin þekkja frá Disney ævintýrunum. Einstaklega bragðgóð vítamín.
Skammtastærð: Tvö hlaup á dag fyrir börn eldri en 4 ára.
Ábyrgðaraðili: Artasan
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.