Dr. Frei C-VÍTAMÍN freyðitöflur – Fyrir öflugt ónæmiskerfi
C-vítamín sem er einnig þekkt undir nafninu askorbínsýra er án efa mjög mikilvægt vítamín fyrir mannslíkamann og gegnir margskonar hlutverki.
Flest dýr ná að framleiða sitt eigið C vítamín úr glúkósa en maðurinn hefur ekki þá getu og verður að treysta á að fá nægilegt C-vítamín úr fæðunni.
Þar sem C vítamín er vatnsleysanlegt vítamín og líkaminn getur ekki geymt birgðir af þessu mikilvæga vítamíni er nauðsynlegt að tryggja nægjanlegt magn dags daglega.
- C- vítamín er nauðsynlegt fyrir starfsemi ónæmiskerfisins, eykur viðnám líkamans gegn sýkingum og kemur í veg fyrir hörgulsjúkdóminn skyrbjúg.
- C -vítamín er öflugt andoxunarefni sem er talið geta verndað frumur líkamans gegn sindurefnum og áhrifum skaðlegra eiturefna og þungamálma og varið önnur efni fyrir oxun eins og t.d A vítamín, E vítamín og fitusýrur.
- C-vítamín tekur þátt í myndun kollagens sem er nauðsynlegt byggingarefni í brjóski, sinum, æðum, beinum, tönnum og húð.
- C- vítamín er mikilvægt fyrir frásog og nýtingu líkamans á járni.
- C- vítamin ásamt öðrum andoxunarefnum getur átt þátt í að stuðla að lækkun kólesteróls í blóði, verndað æðaveggi gegn skemmdum og þannig unnið gegn hjarta og æðasjúkdómum.
- C-vítamín er nauðsynlegt fyrir myndun hormóna sem koma að stjórnun efnaskipta í líkamanum.
Ábyrgðaraðili: Artasan
Innihaldsefni:
C-vítamín / L-askorbínsýra 1000 mg.