Florealis Aleria við bólum og óhreinindum í húð 50 ml.

Florealis Aleria við bólum og óhreinindum í húð 50 ml.

Venjulegt verð
3.490 kr
Söluverð
3.490 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Áhrifaríkt krem við bólum og óhreinindum í húð. Kremið er vatnsleysanlegt og einstaklega rakagefandi. Kremið myndar varnarhimnu sem kemur í veg fyrir sýkingar sem eru þekktur fylgikvilli bóla. CE merkt lækningavara.

Notkun:

Áður en kremið er borið á er mikilvægt að þvo hendur og húð og þurrka vel. Þunnt lag af kreminu er borið á viðkomandi svæði  tvisvar á dag þar til að náðst hefur fullur bati. Aukaverkanir (mjög sjaldgjæft): vægur svið, roði, kláði. Engar þekktar milliverkanir eru við lyf eða aðrar vörur. Kremið inniheldur hvorki ilmefni né paraben. Nánari upplýsingar er að finna í fylgiseðli.

Innihald:

TIAB er einstakt efnasamband myndað úr silfurjónum* tengdum títaníumdíoxíð míkrókristöllum. Það myndar örverudrepandi varnarhjúp yfir viðkomandi svæði sem veitir vörn gegn örverum og ertandi efnum. Hjúpurinn veitir kjöraðstæður fyrir húðina að gróa og endurnýja nýja sig.

Aloe vera jurtaútdráttur sem róar húðina og veitir raka.

Hýalúrónsýra er rakagjafi ásamt því að styðja við myndun varnarhjúpsins.

*Rannsóknir sýna að silfurjónir í TIAB sambandinu frásogast ekki um húð, hvorki heila húð né rofna. Varan inniheldur 0.005% míkrósilfurjónir.