Florealis Harpatinum 90 hylki

Florealis Harpatinum 90 hylki

Venjulegt verð
3.890 kr
Söluverð
3.890 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið á Íslandi til að draga úr vægum gigtarverkjum og liðverkjum svo sem í hnjám, baki, mjöðmum, hálsi og fingrum. Samfelld notkun jurtalyfsins dregur úr bólgum í liðum og verkjum og auk þess minnkar vöðvastífni og stirðleiki. Jurtalyfið er góður valkostur fyrir þá sem þola illa bólgueyðandi verkjalyf. Harpatinum inniheldur útdrátt úr djöflaklóarrót sem er vel þekkt lækningajurt og er viðurkennt af Lyfjastofnun.

Harpatinum  hentar vel þeim sem eru með langvinna verki vegna slits eða vægrar gigtar. Samfelld notkun jurtalyfsins dregur úr bólgum í liðum og verkjum en auk þess minnkar vöðvastífni og stirðleiki þannig fólk á auðveldara með að hreyfa sig.

Harpatinum inniheldur útdrátt úr djöflaklóarrót sem er vel þekkt lækningajurt og er hún skráð í fjölda lyfjaskráa. Jurtalyfið er valkostur fyrir þá sem þola illa bólgueyðandi verkjalyf og fá aukaverkanir í maga sökum þeirra.  Jurtaútdrátturinn inniheldur einnig svokallaða bitrunga sem lina meltingaróþægindi á borð við uppþembu, vindgang og tímabundið lystarleysi.

Harpatinum er viðurkennt af Lyfjastofnun sem jurtalyf sem hefð er fyrir. Lyfið þolist almennt vel og hefur einungis fáar þekktar aukaverkanir og þá vægar. Jurtalyfið er í formi mjúkra hylkja sem eru af þeirri stærð og lögun að auðvelt er að gleypa þau.

Harpatinum er staðlað með tilliti til virkra efna sem tryggir að neytandinn fær alltaf réttan skammt af jurtalyfinu sem er mjög mikilvægur þáttur þess að tryggja bæði verkun og öryggi jurtalyfsins.

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna: 2 hylki 2 svar sinnum á dag.

Ekki nota Harpatinum ef þú ert með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða ert með sár í maga eða þörmum. Ef þú hefur gallsteina eða liðverki samhliða bólgum, roða eða hita, skaltu hafa samband við lækni áður en þú notar Harpatinum. Inniheldur laktósa, sorbitól, sojabaunaolíu og lesitín. Leitaðu til læknis ef þú finnur fyrir aukaverkunum eða ef einkenni eru viðvarandi eða hafa versnað eftir 2ja vikna notkun við vægum meltingartruflunum eða 4 vikna notkun við vægum gigtarverkjum. Hvorki ætlað börnum yngri en 18 ára né þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá og við lægra hitastig en 30°C.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.

Hvert hylki inniheldur 225 mg af útdrætti úr djöflaklóarrót (Harpagophytum procumbens/zeyheri), sem jafngildir 990-1125 mg af þurrkaðri rót djöflaklóar.