Lyngonia er viðurkennt jurtalyf við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum, án sýklalyfja. Lyngonia er skráð í sérlyfjaskrá sem jurtalyf sem hefð er fyrir og inniheldur útdrátt úr sortulyngi. Hver tafla er stöðluð fyrir virka efninu arbútíni (105 mg) sem hefur örverudrepandi eiginleika og virkar staðbundið í þvagrásinni. Lyngonia verkar því sértækt á vægar þvagfærasýkingar.
Fullorðnar og aldraðar konur: 2 töflur 2–4 sinnum á dag. Ekki nota Lyngonia ef þú ert með einhverja truflun á nýrnastarfsemi. Hvorki ætlað þunguðum konum né konum með barn á brjósti, körlum eða börnum og unglingum yngri en 18 ára. Notið ekki lengur en viku. Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga eða versna við notkun Lyngonia skal hafa samband við lækni.
Jurtalyfið er ekki ætlað til að nota í fyrirbyggjandi tilgangi heldur skal byrja að taka Lyngonia um leið og einkenna verður vart svo sem brunatilfinning við þvaglát eða aukin þvaglát.
Lyngonia er selt án lyfseðils og er sérstaklega ætlað konum sem eru gjarnar á að fá þvagfærasýkingar. Jurtalyfið er staðlað með tilliti til virkra efna í jurtinni sem tryggir að neytandinn fær alltaf réttan skammt í hverri töflu. Lyngonia er framleitt undir GMP aðstæðum sem tryggir virkni, gæði og áreiðanleika jurtalyfsins.