Iceherbs Collagen Skin 120hylki

Iceherbs Collagen Skin 120hylki

Venjulegt verð
2.790 kr
Söluverð
2.790 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Íslenskt kollagen og íslenskir sæþörungar – með viðbættu c-vítamíni

Kollagen styrkir vefi líkamans og sér til þess að þeir haldist sterkir. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans, en það er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Kollagen er eitt af þeim efnasamböndum sem eru húð okkar mikilvægust. Það bindur raka og sér til þess að húðin viðhaldi frískleika sínum og teygjanleika. Orðið collagen kemur upphaflega úr grísku þar sem “colla” merkir lím og “gen” að framleiða.

Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen, en um 25 ára aldur hægist hratt á framleiðslunni með hverju árinu. Þegar kollagen framleiðslan minnkar byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunareinkennum, svo sem verkjum í liðum og liðamótum. Einnig byrja að myndast hrukkur og teygjanleiki í húð minnkar. Með inntöku á kollageni hægir á öldrun húðarinnar. Það er rakagefandi, kemur í veg fyrir hrukkumyndun og getur jafnvel minnkað þær sem þegar hafa myndast. Einnig hefur kollagen mjög góð áhrif á hár og vöxt þess, en það hefur meðal annars bætt hárlos, skallabletti og líflaust hár.

Með því að taka inn kollagen í formi fæðubótaefnis, örvum við aðra framleiðslu líkamans á próteini sem hjálpar til við að viðhalda uppbyggingu vefja líkamans.

Blandan er einnig með viðbættu C-vítamíni, en það tekur þátt í myndun kollagens í líkamanum.

Í hverjum skammti eru 1000 mg. af kollageni.

Sæþörungar hafa lengi verið þekktir sem ofurfæða hafsins. Þörungarnir eru ríkir af steinefnum, trefjum og joði og með reglulegri inntöku er hægt að viðhalda næringaríkri húð, hár og nöglum sem gerir þessa húðblöndu einstaka og mjög virka.