ChitoCare Beauty Liposan Fibers 180 hylki

ChitoCare Beauty Liposan Fibers 180 hylki

Venjulegt verð
4.590 kr
Söluverð
4.590 kr
Venjulegt verð
0 kr
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Náttúruleg þyngdarstjórnun. LipoSan frá Primex eru náttúrulegar trefjar sem binda fitu úr fæðunni og draga úr upptöku fitu í meltingarveginum. LipoSan hjálpar til við þyngdarstjórnun og bætir meltinguna.

 

Hvernig virkar LipoSan?
LipoSan er náttúrulegt kítósan sem leysist upp í magasýru og bindur fitu úr máltíðinni. Þannig dregur LipoSan Ultra verulega úr hitaeiningum í máltíðinni og getur stuðlað að þyngdartapi, auk þess að styðja við og bæta meltingu líkt og aðrar trefjar. Með því að minnka meltanlega fitu og gallsýruflæði viðheldur LipoSan eðlilegu kólesterólmagni í blóðinu. Rannsóknir sýna að auki fram á að LipoSan styðji við heilbrigða þarmaflóru og bættri meltingu.

Til að LipoSan Ultra virki sem best er ráðlagt að taka það inn rétt fyrir eða með máltíð. LipoSan þarf einungis um 3-5 mínútur til að ná fullri virkni í maganum og hvert gramm af LipoSan getur bundið vel yfir 100 grömm af fitu. Sé engin fita í máltíðinni virkar LipoSan á sama hátt og almennar trefjar til stuðnings meltingar og þarmaflóru.

Einkaleyfisvarin aðferð við framleiðslu tryggir hæstu mögulegu gæði og mæld er fitubinding á öllu seldu LipoSan. Til að auka áhrif LipoSan hefur C-vítamíni verið bætt í hylkin í tvennum tilgangi, annars vegar eykur það fitubindingareiginleika LipoSan auk þess að styrkja ónæmiskerfið og almenna heilsu.

Klínísk rannsókn sýnir fram á þyngdartap í kjölfar notkunar á LipoSan. Hópur einstaklinga sem tóku 3 grömm á dag í 8 vikur léttist í samanburði við hóp sem tók lyfleysu.

Hvað er kítósan?
Kítósan eru trefjar sem er hægt að vinna úr skeljum krabbadýra. LipoSan er íslenskt og náttúrulegt kítósan unnið úr rækjuskel. Jákvæð hleðsla kítósans gefur því einstaka lífvirka eiginleika sem nýtast í fæðubótarefni og ýmis líftæknileg efni svo sem sárameðhöndlun og lækningatæki.

Hvað með góða fitu í máltíðinni?
LipoSan bindur meira af óhollari olíum og fitum en af hollum olíum úr venjulegri máltíð. Ef Lýsi eða aðrar hollar olíur eru teknar að staðaldri er ráðlagt að taka þærá öðrum tíma dags til að tryggja fulla virkni þeirra. LipoSan hefur ekki áhrif á upptöku eða nýtingu á fituleysanlegum vítamínum (A, D, E og K) né andoxunarefnum úr fæðunni.

Primex ehf
Primex er íslenskt líftæknifyrirtæki staðsett á Siglufirði sem sérhæfir sig í þróun og sölu á kítósanvörum fyrir fæðubótarefni, lækningatæki og ýmsa aðra notkun. Frá árinu 1999 hefur Primex unnið að því að breyta hráefni sem áður var mengandi úrgangur í verðmætar afurðir sem bæta lífsgæði manna og dýra.