Saltvatnslausn til að nota í nef. Miwana er saltvatns nefdropar sem notaðir eru til að hreinsa nefið. Nefdroparnir auka raka í nefinu og minnka þurrk og önnur óþægindi. Hægt að nota við kvefi og ofnæmi, og nota má dropana daglega. Inniheldur 0,9% saltlausn. Hentar einnig ungabörnum frá fæðingu. Án rotvarnarefna.