Water Gel er sérstaklega létt gel fyrir venjulega og blandaða húð sem smýgur inn í húðina á augabragði, og gefur henni kröftugan raka með náttúrulega rakaefninu Hyaluronic Acid. Hyaluronic Acid virkar eins og svampur og getur bundið 1000falda þyngd sína í vatni djúpt í húðinni. Formúlan býr svo til einskonar vatnstank undri húðlaginu sem sleppir rakanum hægt og rólega, sem tryggir það að húðin fái nægan raka allann daginn. Formúlan inniheldur nú einnig Trehalose, sem er náttúrulegt plöntu efni sem virkar sem raka-og andoxunarefni sem hefur verndandi áhrif á húðina og náttúrulegar rakavarnir húðarinnar. Trehalose getur einnig stuðlað að aukinni kollagen myndun í húðinni þar sem það hefur verndandi áhrif á frumur sem framleiða kollagen. Ásamt glycerin og ólívuextract styrkir það rakavarnir húðarinnar svo að húðin heldur rakanum mun lengur og helst rakafyllt allann daginn.
Hydro Boost línan frá Neutrogena er einstaklega rakagefandi lína sem bætir rakastig húðarinnar og hjálpar henni að viðhalda því. Allar vörur í Hydro Boost línunni innihalda náttúurlega rakaefnið Hyaluronic Acid. Innblásturinn af línunni kemur úr kóreskum húðvörum, en þær hafa lengi verið þekktar fyrir að vera fyrsta flokks. Andlitskrem línunnar eru nú með nýrri og endurbættri formúlu sem inniheldur einnig plöntuefnið Trehalose.