New Nordic Apple Cider 30 töflur

New Nordic Apple Cider 30 töflur

Venjulegt verð
2.250 kr
Söluverð
2.250 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Jafnari blóðsykur, mögulega aukið þyngdartap og jafnara sýrustig.

Eplaedik hefur lengi verið þekkt sem öflug hjálp við ýmsum heilsufarsvandamálum. Margt bendir til þess að eplaedikið geti lækkað blóðsykursgildin  og þannig hjálpað fólki sem er með sykursýki og svo er sýran í eplaedikinu einnig þekkt fyrir að drepa og koma í veg fyrir að óvinveittar bakteríur í líkamanum nái að fjölga sér.

Margir nota eplaedik sem hjálp við þyngdartapi en til eru nokkrar minni rannsóknir sem gerðar hafa verið á fólki og benda þær allar til þess að það auki á seddutilfinningu en ef við verðum fyrr södd, innbyrgðum við minna sem getur þýtt að kílóunum fækkar.

Í Apple Cider frá New Nordic er ætiþistill og túnfífill sem eru m.a. þekkt fyrir að að efla meltinguna og styðja við lifrarstarsemi og króm sem hjálpar til við blóðsykursjafnvægið í líkamanum og slær þannig á sykurlöngun. Einnig er kólín í þessari blöndu en það getur ýtt undir eðlilega fitubrennslu í líkamanum.

Mörgum líkar ekki við bragðið af eplaedikinu og því mun auðveldara að taka inn í pilluformi en að drekka það. Sýran í eplaedikinu getur haft áhrif á viðkvæmar tennur, en með því að taka það inn í pilluformi er sú áhætta ekki til staðar.

Inniheldur: 1000 mg af eplaediki, 70 mg af ætiþisli, 70 mg af túnfífli, kólín og 125 mcg af króm.

Ábyrgðaraðili: Artasan