Optibac góðgerlar fyrir konur, 30 hylki

Optibac góðgerlar fyrir konur, 30 hylki

Venjulegt verð
4.990 kr
Söluverð
4.990 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Við vitum flest að gerlaflóran í meltingunni skiptir gríðarlega miklu máli. En vissir þú að það sama á við um leggöngin og allt kynfærasvæðið? Leggöngin eru full af gerlum og þau eiga að vera það. Vandamálin skapast þegar ójafnvægi myndast í flórunni. Þá geta sveppasýkingar og bakteríusýkingar komið upp og valdið miklum óþægindum og vandræðum.

For women er sérvalin blanda góðgerla sem hafa verið rannsakaðir og prófaðir á þúsundum kvenna um allan heim. For Women eru mest rannsakaða bakteríublandan fyrir kynfærasvæðið og hafa rannsóknir sýnt að við inntöku ná þessir gerlar að styðja við gerlaflóru legganganna.

Margar konur lenda í því að fá reglulega sveppa eða bakteríusýkingar í leggöng eða þvagfærasýkingar. Vandamál eru algeng eftir sýklalyfjanotkun og því sérstaklega mikilvægt að styðja við flóruna eftir sýklalyfjakúra.

Optibac For Women inniheldur góðgerla sem komast í gegnum meltinguna, á kynfærasvæði og setjast þar að til að byggja upp heilbrigða gerlaflóru. 

  • Gegn sveppa, þvagrásar og bakteríusýkingum
  • Hentar konum á öllum aldri
  • Má taka á meðgöngu og brjóstagjöf
  • Má taka samhliða öðrum gerlum
  • Hjálpa við að halda eðlilegu sýrustigi í leggöngum
  • Gott að taka samhliða sveppadrepandi lyfjum
  • 1-2 hylki á dag með mat, helst með morgunmat
  • Má taka að staðaldri

Rannsókn sem var gerð á inntöku þeirra gerla sem eru í For women samhliða sveppadrepandi lyfjum sýndi fram á miklu betri útkomu þeirra sem tóku inn gerlana en þeirra sem fengu lyfleysu.

Rannsóknin tók til 55 kvenna með greinda sveppasýkingu í leggöngum. Þær fengu allar sveppadrepandi lyfið fluconazole. Í 4 vikur fékk svo helmingur þeirra gerlana en helmingur lyfleysuhylki svo þáttakendur vissu ekki hver fékk gerlana og hver ekki. Að 4 vikum liðnum voru einkenni þeirra sem fengu gerlana marktækt mikið minni en þeirra sem fengu enga gerla.

Notkun: Sem meðferð við sveppa-, þvagrásar- og bakteríusýkingu (2 hylki á dag). Sem forvörn til að koma í veg fyrir endurteknar sveppa-, þvagfæra- og bakteríusýkingar ( 1 hylki á dag). Áhrifaríkt að taka samhliða sýklalyfja eða sveppalyfjakúr til að koma í veg fyrir endurteknar sýkingar (krónískar sýkingar). Gerlarnir eru sýruþolnir og þarf ekki að geyma í kæli.

Inniheldur: 2.3 milljarða af virkum bakteríum fyrir kynfærasvæði: Lactobacillus reuteri RC-14, Lactobacillus rhamnosus GR-1. Vegan hylki. (grænmetishylki).

Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf