Otikon eyrnadropar 15 ml

Otikon eyrnadropar 15 ml

Venjulegt verð
2.690 kr
Söluverð
2.690 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Otikon eyrnadropar til að draga úr verk og til að auðvelda meðferð við eyrnabólgu.

Sýking í miðeyra (miðeyrnabólga) getur orsakast af stíflu í kokhlust sem tengir saman miðeyra og nefkokið. Við kvef getur stíflan valdið söfnun vökva sem verður gróðrarstía sem leiðir til sýkingar.Þessi bólga er algengari hjá ungbörnum og börnum þar sem kokhlustin er þrengri og stíflast
auðveldlega.

Aðaleinkenni eyrnabólgu er verkur, sem getur verið vægur til óbærilegur í versta falli sem leiðir til
æsings og óróa, aðallega hjá börnum.

Mikilvægt er að taka fram að eyrnaverkur gefur ekki endilega til kynna bólgu og stundum er nægilegt að eyrnagöngin séu stífluð til að valda verk, þ.e. að eyrnaverkur þarf ekki endilega að tengjast
bakteríusýkingu.

Otikon er alfarið náttúruleg samsetning og verkun meðferðar við eyrnaverk og bólgu hefur verið klínískt sannreynd. Otikon hefur verið rannsakað í þremur tvíblindum klínískum rannsóknum á hundruðum sjúklinga með miðeyrnabólgu.

• Meðferð við eyrnaverk og bólgu í tengslum við miðeyrnabólgu
• Hjálpar einnig við að fjarlægja eyrnamerg úr hlustinni
• Hentar börnum
• Gefið sem úði, auðvelt í notkun
• 100% náttúruleg innihaldsefni
• 15 ml glas

Skammtar: 1-2 úðar í eyra mest 3svar á dag í 5-7 daga eða þangað til   einkenni lagast.

Notkun: Hristið flöskuna, réttið úr úðastútnum og setjið endann uþb   ½ cm inn fyrir op hlustarinnar.

Eftir úðun: Bíðið í ½ mínútu og setjið lítinn bómullarhnoðra í eyrað. Eftir   úðun má halla höfðinu til hliðar til að flýta fyrir að lausnin   berist inn í eyrað.

Innihaldsefni: Ólivuolía,Verbascum Thapsus, Calendula Officinalis, Jóhannesarjurt, Hvítlauksolía, Lavenderolía, Tocopherol (E vítamín) í Sólblómaolíu, Rosmarinus Officinalis í Repjuolíu, Hvítlauksolía, Carnosic sýru