Probi® Járn inniheldur einn af mest rannsökuðu mjólkursýrugerlum heims sem á hafa verið gerðar yfir 50 klínískar rannsóknir. Í fjölmörgum þeirra hefur verið sýnt fram á ýmiskonar heilsusamleg áhrif og þ.á.m. aukna upptöku (aukið frásog) á járni í meltingarvegi. Varan inniheldur einnig járn, fólasín og C-vítamín.
Eingöngu um það bil 10-15% af því járni sem við neytum í fæðu frásogast og nýtist líkamanum.
Þetta hlutfall er breytilegt og fer eftir ýmsum þáttum svo sem 1) járngildi einstaklings, 2) samsetningu fæðu með tilliti til örvandi eða hamlandi upptökuþátta sem og 3) uppruna járnsins, þ.e. hvort það er úr dýraríkinu eða plönturíkinu.
Auk þess að nýta ekki nema tiltölulega lágt hlutfall járns úr fæðunni, þá missum við einnig járn úr líkamanum, t.d. í gegnum blæðingar (tíðablæðingar). Þessir tveir þættir, lág upptaka af járni og töluverður járnmissir, eru algeng orsök fyrir blóðleysi af völdum járnskorts hjá konum á barneignaraldri. Aðrir áhættuhópar eru börn og unglingar (aukin járnþörf), grænmetisætur (ef lágt járnmagn í fæðu), íþróttafólk (aukin járnþörf) og eldra fólk sem neytir gjarnan minna af mat en áður.
Léleg upptaka járns getur dregið úr virkni hefðbundinna háskammta járnbætiefna - og getur haft aukaverkanir í för með sér
Aukaverkanir venjulegra háskammta járnbætiefna má alla jafna tengja við lága upptöku járnsins sem skilur eftir sig háan skammt af óuppteknu járni í þörmunum.
Algengt er að einungis örlítill hluti af járni úr hefðbundnum járnbætiefnum nýtist í líkamanum sem þýðir að hlutfallslega mikið magn af óuppteknu járni getur orðið eftir í meltingarveginum og valdið aukaverkunum á borð við magaverk, ógleði og hægðatregðu. Ein af ástæðum þessara aukaverkana er að járn virkar einnig sem næringarefni fyrir ýmsar óæskilegar þarmabakteríur sem geta raskað jafnvægi þarmaflóru okkar.
Probi® Járn – mjólkursýrugerlar, járn, C-vítamín og fólasín – fyrir aukna járnupptöku, hentar einnig á meðgöngu.
Notkun: Ráðlagður neysluskammtur fyrir þungaðar konur eða konur sem hyggja á þungun er 2 hylki á dag. Ráðlagður neysluskammtur fyrir aðra er 1 hylki á dag.
Innihald í hverju hylki:
Mjólkursýrugerlar…………10 milljarðar CFU (á fyrningardagsetningu)
C-vítamín………………… 12 mg (15%**)
Fólasín …………………… 30 μg (15%**)
Járn ………………………. 4,2 mg (30%**)
**Ráðlagður dagskammtur skv. reglugerð upprunalands, Svíþjóð.
Innihaldsefni: Maíssterkja, maltódextrín, mjólkursýrugerlar (Lactobacillus plantarum 299v, maltódextrín), hylki (hýdroxýprópýlmetýlsellulósa), járn (járnfúmarat), C-vítamín (L-askorbinsýra), kekkjavarnarefni (magnesíumsölt af fitusýrum, kísildíoxíð), húðunarefni (etýlsellulósi, sellulósaduft), fólasín (teróýlmónóglútamínsýra).
Neytið ekki meira af vörunni en ráðlagður neysluskammtur segir til um. Probi® Járn er fæðubótarefni. Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og heilsusamlegs lífernis.
Ábyrgðaraðili: Abel ehf.