C vítamín í hylkjum með Rosehips. C-vítamín eða askorbínsýra eins og það heitir á fræðimáli, er vatnsleysanlegt. Ýmislegt bendir til að þörf mannsins fyrir C-vítamín hafi aukist samhliða aukinni iðnþróun og hinum neikvæða fylgifiski hennar, þ.e. mengun. Hlutverk C-vítamíns til viðhalds heilbrigði líkamans er margþætt. Það hefur mikilvægu hlutverki að gegna við myndun bandvefs, er stór þáttur í vexti og heilbrigði æða, beina, góms og tanna ásamt því að auka frásog járns. C-vítamín hjálpar sárum að gróa og eykur viðnám líkamans gegn sýkingum.
Líkaminn þarfnast aukins C-vítamíns þegar hann er undir andlegu eða líkamlegu álagi. C-vítamín er sindurvari (andoxunarefni) þ. e. ver frumur líkamans gegn skaðlegum áhrifum stakeinda, en það eru úrfellingarefni sem verða til við efnaskipti í líkamanum. Þekktasta skortseinkenni C-vítamíns er skyrbjúgur. Önnur einkenni eru minnkuð móstaða gegn smiti, þreyta, mæði, meltingartruflanir, sárir og bólgnir liðir, hægfara bati á sárum, vöðvaslen, blóðnasir, tannlos, tannskemmdir, bólginn og aumur gómur, blóðleysi, stökkar háræðar og ótímabær öldrunareinkenni svo eitthvað sé nefnt.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.