Blanda D og A vítamíns í svipuðum hlutföllum og það finnst í lýsi. Hentar þeim sem vilja taka inn omega fitusýrur sem ekki innihalda A og D vítamín og til að tryggja líkamanum lágmarksskammt þessara fituleysanlegu vítamína.
D-vítamín er stundum kallað sólarvítamín vegna þess að húðin framleiðir það þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss. Auk þess fáum við D-vítamín úr fæðunni. D-vítamín er fituleysanlegt þ.e. líkaminn geymir umframmagn af D-vítamíni í lifrinni til betri tíma. Fólk á norðlægum slóðum þarfnast aukins D-vítamíns á veturna vegna þess hve stutt dagsbirtu nýtur þá við. D vítamín er nauðsynlegt fyrir eðlilegan beinvöxt og til að styrkja beinin, það stuðlar að betri upptöku á kalki, fosfór og fleiri steinefnum.
Ábyrgðaraðili: Heilsa ehf.