Stérimar Baby er isotonisk (jafngild) lausn til daglegrar hreinsunar á nefi ungbarna. Hvort sem barnið glímir við of mikla slímmyndun í nefi eða vægt kvef þá er Stérimar Baby lausnin. Hafa verður í huga að barn sem fær á sig stimpilinn að vera alltaf kvefað getur verið með of mikla slímmyndun og því þurft á Stérimar að halda til að halda öndunarveginum vel opnum. Þessi börn eiga í erfiðleikum með að kyngja mat án þess að gleypa loft, finna lykt auk þess sem erfitt er að fara að sofa með stíflað nef. Hreinsa má nef barnanna eftir þörfum. Veldur engum þurrki eða skemmdum á slímhimnu í nefi eða öndunarvegi. Stérimar Baby má nota frá fæðingu. Inniheldur engin rotvarnarefni og er 100% náttúruleg vara.
Börn kunna ekki að snýta sér. Hnerri er náttúrulegt viðbragð barns til þess að hreinsa á sér nefið. Ungbörn eiga mjög erfitt með að næra sig með stíflað nef, því þau kunna ekki að anda um munn. Því er mikilvægt að nef barns sé hreint við hverja máltíð svo barnið geti nært sig án erfiðleika.
Þegar barnið er kvefað eða þegar ryk eða óhreinindi hindra innöndun barnsins
Nefið á að vinna líkt og lofthreinsikerfi og hreinsa innandað loft og koma því í rétt rakastig. Efri myndin sýnir óvirk bifhár á sýktri slímhúð í nefi, en neðri myndin sýnir heilbrigða. Draga má úr líkum á sýkingum með því að halda nefinu hreinu. Þess vegna mæla svo margir háls nef og eyrnalæknar með daglegri notkun Stérimar til hreinsunar á nefi/efri öndunarvegi.
Alveg eins og börn læra að ganga þurfa þau að læra að snýta sér
Hreinsun með Stérimar baby kennir barninu smám saman mikilvægi þess að snýta sér. Eitt púst í hvora nös af Stérimar. Þegar vökvinn streymir aftur út úr nösinni þá tekur hann með sér slím og óhreinindi þannig að léttara verður fyrir barnið að anda. Stérimar baby fer mjög mildum höndum um barnið en það er ísótónisk lausn sem ertir hvorki né skemmir viðkvæma slímhimnu. Því má nota Stérimar baby eins oft og þurfa þykir.
Hvernig á að hreinsa nef ungabarns:
- Láttu barnið liggja á bakinu og snúðu höfði þess að þér.
- Haltu barninu kyrru með annarri hendinni
- Úðaðu nú vel í nösina (sjá mynd)
- Lokaðu með fingri fyrir hina nösina og leyfðu vökvanum að virka
- Strjúktu í burtu slím og óhreinindi með hreinum pappír
- Ef þörf er, snúðu þá barninu yfir á hina hliðina og endurtaktu
- Taktu stútinn af brúsanum, þvoðu hann og þurrkaðu
- Ekki sveigja höfuð barns aftur
Mælt er með því að nota Stérimar:
Tvisvar sinnum á dag kvölds og morgna. Ef öndun um nef er erfið er mælt með notkun á þriggja tíma fresti. Einnig ef mikil slímmyndun er í nefinu.