Sterimar nefúði isótónísk lausn

Sterimar nefúði isótónísk lausn

Venjulegt verð
1.690 kr
Söluverð
1.690 kr
Venjulegt verð
Uppselt
Einingarkostnaður
hver 
Skattur innifalinn.

Stérimar nefúði isótónísk lausn til daglegrar hreinsunar á nefi. Stérimar er náttúrulegur nefúði sem gerður er úr dauðhreinsaðri sjávarblöndu. Hið sérstæða úðakerfið Stérimar dreifir hárfínum vökvanum vel um nefgöngin og stuðlar þannig að sem bestri virkni. Úðinn er mjög fíngerður og dreifist  því vel og hreinsar þar af leiðandi betur. Vökvanum er komið fyrir í hylki undir þrýstingi. Lausnin er ávallt stéril og geymsluþol vökvans eins og dagsetning á botni íláts sem segir.

Stérimar nefúði til daglegra nota

Stérimar nefúðinn er ætlaður til daglegrar hreinsunar hjá einstaklingum sem starfa þar sem loftgæði eru léleg t.d. í iðnaði eða stóriðju.  Það er algengt að fullorðið fólk upplifi að önnur eða báðar nasir stíflist yfir daginn.  Í sumum tilfellum er um slæm loftgæði að ræða en í mörgum tilfellum er um að ræða of mikla slímmyndun í efri öndunarvegi sem veldur því að önnur eða báðar nasir stíflast.  Þetta gerist oft í svefni og veldur því að viðkomandi vaknar upp og nær ekki að sofna aftur vegna stíflunar.  Þetta má leysa á einfaldan hátt með Stérimar nefúðanum.