Hraðvirk vörn gegn einkennum ofnæmiskvefs og áhrifarík vernd gegn frekari ofnæmisviðbrögðum.
Stop & Protect inniheldur sótthreinsaðann sjó og er án rotvarnaefna. Það ríkt af snefilefnum og með viðbættu Mangan, Calcium og Hyaluronic sýru til að berjast á hraðvirkan hátt gegn einkennum ofnæmiskvefs.
Stop & Protect veitir langvarandi rakavörn og styrkir varnarlag slímhúðarinnar með því að nýta Hyaluronic sýru sem myndar verndandi filmu og kemur í veg fyrir að ofnæmisvakinn komist í snertingu við slímhúðina. Þannig dregur úr ofnæmisviðbrögðum líkamans og líðan einstaklingsins verður betri.
Hvað er ofnæmiskvef?
Ofnæmiskvef er bólga í nefslímhúð sem tengist innöndun ofnæmisvaka sem geta verið inn á heimilum eða úti í náttúrunni. Sem dæmi má nefna frjó af grasi eða trjám, rykmaura, dýrahár, gró úr mold.
Helstu einkenni eru :
- Kláði í augum og nefi
- Stíflað nef
- Nefslímubólga
- Þrálátur hnerri
- Kláði á bak við góm eða í hálsi
- Höfuðverkur
Stop&Protect er einstök stuðningsmeðferð með daglegri notkun ofnæmislyfja. Það að hreinsa ofnæmisvakann í burtu og verja slímhúðina tryggir betri virkni og árangur af notkun ofnæmislyfja.
Stop&Protect nefúðinn hentar óléttum konum og eða konum með barn á brjósti. Ætlað börnum frá 3. ára aldri.
Pakkning: 20 ml. pumpa með nýjum einstreymis loka sem kemur algjörlega í veg fyrir að innihaldið mengist eftir að flaskan hefur verið opnuð. Þannig er tryggt að innihaldið helst ómengað fram að fyrningadagsetningu vörunnar.
Ábyrgðaraðili: Artasan